Vísindakaffi

Í tengslum við Vísindavöku munum við hella upp á Vísindakaffi, þar sem fræðimenn kynna viðfangsefni sín. Markmiðið með Vísindakaffikvöldunum er að færa vísindin nær fólki og kynna það rannsóknastarf sem stundað er í landinu á aðgengilegan hátt.

Dagskrá Vísindakaffisins mun birtast hér þegar nær dregur!

Vísindakaffi er haldið í aðdraganda Vísindavöku. Þar munu vísindamenn á ýmsum fræðasviðum kynna rannsóknir sínar sem allar eiga það sameiginlegt að vera áhugaverðar fyrir fólk á öllum aldri. Gestir fá tækifæri til að spyrja og taka þátt í umræðum og komast þannig að því hvernig störf vísindamanna hafa áhrif á daglegt líf okkar allra.