Vísindavaka

Stefnumót við vísindamenn!

Hvað gerist á Vísindavöku Rannís? Skoðið myndband frá Vísindavöku hér fyrir neðan!

Vísindavaka 2018 verður haldin föstudaginn 28. september í Laugardalshöllinni. Rannís stendur fyrir Vísindavöku á Íslandi, en hún er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu síðasta föstudag í september undir heitinu Researchers' Night. Verkefnið er styrkt af Marie Sklodowska-Curie undiráætlun Horizon 2020.

Aðalheiður Jónsdóttir hefur umsjón með Vísindavöku Rannís og veitir allar nánari upplýsingar.

Markmiðið með Vísindavökunni er að færa vísindin nær almenningi, kynna manneskjurnar á bak við vísindin og vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. Verður það gert með lifandi kynningum og boðið upp á skemmtilega og fræðandi viðburði fyrir alla fjölskylduna. Allar vísindagreinar eru kynntar á Vísindavöku, hugvísindi jafnt sem raunvísindi.

Myndband frá Vísindavöku 2013:

https://www.youtube.com/watch?v=zoVXzR82E_8